Klassík í Vatnsmýrinni 14. október 2015

október 16th, 2015

Scriabin

Félag íslenskra tónlistarmanna, F.Í.T. stendur fyrir tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni og fara tónleikarnir fram í Norræna húsinu.  Jón Sigurðsson leikur heila efnisskrá með verkum eftir rússneska tónskáldið Alexander Scriabin í tilefni þess að í ár eru 100 ár liðin frá andláti tónskáldsins.  Tónleikarnir hefjast kl 20:00.

Scriabin á Akureyri

október 16th, 2015

Hof Akureyri

Hádegistónleikar í Hofi á Akureyri 2. október 2015 kl. 12:15.  Flutt verður 40 mín. löng dagskrá með píanóverkum eftir rússneska tónskáldið A. Scriabin.

Tónleikar í Hofi, Akureyri

júlí 22nd, 2015

Föstudaginn 24. júlí 2015 kl 14 halda Ásdís Arnardóttir sellóleikari og Jón Sigurðsson píanóleikari tónleika í Hömrum í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Á efnisskrá eru verk eftir Beethoven, kventónskáldin Paradis, Clarke, Jórunni Viðar og Björk og argentínskur tangó eftir Piazolla.

Ásdís Arnardóttir stundaði framhaldsnám í sellóleik við Boston University með styrk í gegnum Fullbright stofnunina og lauk þaðan meistaraprófi. Áður hafði hún stundað nám í Barcelona og Tónlistarskólanum í Reykjavík. Ásdís hefur verið búsett á Akureyri frá 2007 og kennir selló og kontrabassaleik og stjórnar strengjasveitum. Hún leikur með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Barokksmiðju Hólastiftis og tekur þátt í margvíslegu tónlistarstarfi.

Jón Sigurðsson hefur lokið meistaraprófi í píanóleik frá Arizona State University í Bandaríkjunum, burtfarar- og píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og meðleikaranámi frá Söngskóla Sigurðar Demetz. Auk þess hefur hann kynnt sér Funktionale Methode. Jón hefur haldið einleikstónleika regulega og komið fram með fjölmörgum hljóðfæraleikurum og söngvurum. Polarfonia Classics hefur gefið út tvo geisladiska þar sem Jón leikur m.a. verk eftir Scriabin, Barber, Schumann, Mozart, Strauss.

Ásdís og Jón byrjuðu að spila saman í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þau koma nú saman eftir nokkurra ára hlé og er það mikið tilhlökkunarefni. Það er Tónlistarfélag Akureyrar í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar sem stendur að þessum tónleikum. Miðaverð er 2.900 krónur.

Concerts in Arizona

mars 15th, 2015

Caio Pagano in recital

Jólatónleikar 14. desember 2014

febrúar 6th, 2015

Dómkirkjan í Reykjavík

Jólatónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík 14. des. 2014 kl 16:00. Flytjendur eru Hlín Pétursdóttir Behrens, Hólmfríður Jóhannesdóttir og Jón Sigurðsson.

Norðurljósasalur í Hörpu

september 30th, 2014

Hólmfríður Jóhannesdóttir og Hlín Pétursdóttir Behrens fluttu skemmtidagskrá ásamt Jóni Sigurðssyni í Norðurljósasal Hörpu í tilefni Menningarnætur í Reykjavík 2014. Verk m.a. eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Þórunni Guðmundsdóttur og Tryggva M. Baldvinsson.

Söngur á Skírdag

september 30th, 2014

Við Hólmfríður Jóhannesdóttir og Hlín Pétursdóttir Behrens fluttum trúarlega efnisskrá 17. apríl 2014 kl. 17:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Verk eftir m.a. Mendelssohn, Gunnar Reyni Sveinsson, Hildigunni Rúnarsdóttir og Pergolesi.

Tónleikaröðin 15:15 í Norræna húsinu 11.11. 2012

nóvember 8th, 2012

Sunnudaginn 11. nóvember 2012 kl. 15:15 flytur Kristín Mjöll Jakobsdóttir í Norræna húsinu fjölbreytta dagskrá fyrir fagott. Í sónötu Ríkarðs Arnar Pálssonar og Elegíu og Húmoresku Kára Beck leikur Jón Sigurðsson með henni. Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs fyrsta fagottleikara og -kennara Íslands Sigurði Markússyni sem menntaði fyrstu kynslóð fagottleikara hér á landi.

Háskólatónleikar 7. nóv. 2012-Sönglög eftir E. W. Korngold og Jón Sigurðsson

október 28th, 2012

Hlín Pétursdóttir Behrens - Jón Sigurðsson

Á efnisskrá háskólatónleika sem fram fara í Hátíðarsal Háskóla Íslands miðvikudaginn 7. nóvember 2012 kl. 12:30 syngur Hlín Pétursdóttir Behrens við undirleik Jóns Sigurðssonar 5 sönglög op. 2 eftir Jón Sigurðsson,  5 sönglög op. 38 og aríuna Glück, dass mir verblieb úr óperunni Die tote Stadt eftir Erich Wolfgang Korngold.  Þetta er í fyrsta sinn sem sönglög Jóns hljóma hérlendis á tónleikum.

Tónleikar til heiðurs Halldóri Haraldssyni – 27. okt. 2012 Kl. 15:00

október 23rd, 2012

Halldór Haraldsson

Tónleikar fyrrum nemenda og samstarfsmanna Halldórs Haraldssonar verða haldnir í Salnum í Kópavogi laugardaginn 27. október 2012 og hefjast þeir kl. 15:00.  Enginn aðgangseyrir.  Þórarinn Stefánsson og Jón Sigurðsson leika þar saman Jass-svítu eftir bandaríska tónskáldið Kevin Olson.

Halldór starfaði sem píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík um árabil og gegndi einnig ýmsum trúnaðarstörfum þar ásamt því að vera skólastjóri skólans um nokkurra ára skeið.  Síðustu ár kenndi hann við Listaháskóla Íslands. Hann var einn af stofnendum Tríós Reykjavíkur og lék auk þess oft með Gísla Magnússyni píanóleikara á tónleikum.

Next »